Margmenni við útför páfa 4. apríl 2005 00:01 Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira