Innlent

Heilsugæsla á brú og bjargi

Byggingin stendur á brú þvert yfir gjána í Kópavogi og verður heilsugæslustöðin til húsa á efri hæðinni. Í nýju stöðinni verður starfsaðstaða fyrir 6 lækna og rúmlega 30 aðra starfsmenn. Þar verður einnig miðstöð heimahjúkrunar fyrir Kópavog. Á þjónustusvæði stöðvarinnar eru um tíu þúsund íbúar. Húsnæðið sem um ræðir hefur verið tekið á leigu og verður innréttað eins og þörf krefur. Í Kópavogi eru fyrir tvær heilsugæslustöðvar, önnur í Salahverfi sem tekin var í notkun á liðnu ári og heilsugæslustöðin í Smárahvammi sem tekin var í notkun 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×