Þúsundir þjást af fótaóeirð 15. apríl 2005 00:01 Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira