Segir samfélagið framleiða öryrkja 24. maí 2005 00:01 "Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við" Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
"Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við"
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira