Segir samfélagið framleiða öryrkja 24. maí 2005 00:01 "Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við" Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
"Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við"
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira