Fuglaflensuveiran er hér 25. maí 2005 00:01 "Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
"Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira