Mikilvægt að verja fólk og dýr 25. maí 2005 00:01 Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira