Vilja fjármuni til varnar MÓSU 2. júní 2005 00:01 Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira