Læknar átaldir fyrir morfínávísun 7. júní 2005 00:01 Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira