Nær 50 nýir morfínfíklar í fyrra 8. júní 2005 00:01 Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira