Ungar konur reyna oftar sjálfsvíg 22. júní 2005 00:01 Sjálfsvígum hjá körlum yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming frá 2001 til 2004. Framin voru 13,8 sjálfsvíg að meðaltali á síðustu þremur árum, miðað við hverja 100.000 íbúa í þessum aldurshópi, en árin 1999-2001 voru þau að meðaltali 29,6. Hins vegar er áhyggjuefni, að sögn Salbjargar Bjarnadóttur sem stýrir verkefninu Þjóð gegn þunglyndi, að mun fleiri ungar stúlkur gera tilraunir til sjálfsvígs en ungir karlar. Landlæknisembættið kynnti í gær samantekt á tíðni sjálfsvíga meðal karla og kvenna í hinum ýmsu aldurshópum. Embættið setti fyrir þremur árum á fót verkefnið Þjóð gegn þunglyndi. Markmið þess eru tvenn, að auka þekkingu fagfólks á sviði þunglyndis og sjálfsvíga og bæta þekkingu almennings á þunglyndi og sjálfsvígshegðun og draga úr fordómum Mjög margir sem eru þunglyndir eru með námsörðugleika. Þeir detta út úr skólakerfinu á fyrstu þremur önnunum í framhaldsskóla. Landlæknisembættið telur að hægt sé að grípa inn í það ferli og stöðva brottfall. Þar sé kennarinn lykilmaður, því hann umgengst unglingana mikið. Verða undir Salbjörg bendir á að 1975 - 1980 hafi miklu fleiri ungir menn verið búnir að öðlast einhverja menntun heldur en nú. Í dag hafi yfir 56 prósent 24 ára eða yngri ekki lokið neinni menntun. Nú vilja allir fara í framhaldsskóla, eiga bíl, flott föt og svo framvegis. Þeir ungu menn sem verði illa úti í þessari samkeppni kunni ekki að biðja um hjálp. Þeir lenda í kvíða og þunglyndi, fara jafnvel í neyslu og síðan í meðferð þegar allt er komið í þrot. Þannig er margt búið að ganga á í lífi einstaklings áður en hann leitar sér aðstoðar. Stúlkurnar þekkja aftur á móti betur aðganginn að heilsugæslunni, því þær þurfa að ná sér í pilluna og svo framvegis. Á fundi Landlæknis kom enn fremur fram að sjálfsvígstíðni hjá konum hefði ekki breyst að merki síðustu áratugi. Hér á landi er einna lægst tíðni borið saman við önnur Evrópulönd. Hins vegar eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna áhyggjuefni, að sögn Salbjargar. Gert er ráð fyrir 550 - 700 sjálfsvígstilraunum á ári, sem koma til kasta heilbrigðisþjónustunnar, þar af eru tveir þriðju hlutar konur. Áhættuhópar Hvað varðar eldri aldurshópa þá eru miðaldra karlmenn í áhættuhópi, einkum ef þeir eru atvinnulausir og fráskildir. Að sögn Salbjargar er vaxandi hópur sem varla hefur í sig né á. Ungu fíklarnir eru einnig áhyggjuefni, því þeir geta svipt sig lífi í tilfinningakasti. Ungir samkynhneigðir geta átt erfitt. Það er átak fyrir þá að koma út úr skápnum og framhaldið fer svo eftir því hvernig samfélagið tekur á móti þeim. Þá er þeim sem lenda í heimilisofbeldi og þó einkum kynferðisofbeldi, hættara en öðrum á að gefast upp. Sjálfsvígin dreifast nokkuð jafnt á alla mánuði ársins. Þó sker maímánuður sig úr með heldur meiri tíðni. Krakkar sem óttast 10. bekkjar prófin geta í einstaka tilfellum dottið niður í ofsakvíða og fullorðnir sem eru báglega staddir eygja enga möguleika á að gera eitthvað fyrir sig og sína, eins og aðrir gera í sumarfríum. Sjálfsvíg hafa verið hlutfallslega fæst á Vestfjörðum í gegnum árin en ekki liggja fyrir tölur um hvar á landinu tíðni sjálfsvíga er mest Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Sjálfsvígum hjá körlum yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming frá 2001 til 2004. Framin voru 13,8 sjálfsvíg að meðaltali á síðustu þremur árum, miðað við hverja 100.000 íbúa í þessum aldurshópi, en árin 1999-2001 voru þau að meðaltali 29,6. Hins vegar er áhyggjuefni, að sögn Salbjargar Bjarnadóttur sem stýrir verkefninu Þjóð gegn þunglyndi, að mun fleiri ungar stúlkur gera tilraunir til sjálfsvígs en ungir karlar. Landlæknisembættið kynnti í gær samantekt á tíðni sjálfsvíga meðal karla og kvenna í hinum ýmsu aldurshópum. Embættið setti fyrir þremur árum á fót verkefnið Þjóð gegn þunglyndi. Markmið þess eru tvenn, að auka þekkingu fagfólks á sviði þunglyndis og sjálfsvíga og bæta þekkingu almennings á þunglyndi og sjálfsvígshegðun og draga úr fordómum Mjög margir sem eru þunglyndir eru með námsörðugleika. Þeir detta út úr skólakerfinu á fyrstu þremur önnunum í framhaldsskóla. Landlæknisembættið telur að hægt sé að grípa inn í það ferli og stöðva brottfall. Þar sé kennarinn lykilmaður, því hann umgengst unglingana mikið. Verða undir Salbjörg bendir á að 1975 - 1980 hafi miklu fleiri ungir menn verið búnir að öðlast einhverja menntun heldur en nú. Í dag hafi yfir 56 prósent 24 ára eða yngri ekki lokið neinni menntun. Nú vilja allir fara í framhaldsskóla, eiga bíl, flott föt og svo framvegis. Þeir ungu menn sem verði illa úti í þessari samkeppni kunni ekki að biðja um hjálp. Þeir lenda í kvíða og þunglyndi, fara jafnvel í neyslu og síðan í meðferð þegar allt er komið í þrot. Þannig er margt búið að ganga á í lífi einstaklings áður en hann leitar sér aðstoðar. Stúlkurnar þekkja aftur á móti betur aðganginn að heilsugæslunni, því þær þurfa að ná sér í pilluna og svo framvegis. Á fundi Landlæknis kom enn fremur fram að sjálfsvígstíðni hjá konum hefði ekki breyst að merki síðustu áratugi. Hér á landi er einna lægst tíðni borið saman við önnur Evrópulönd. Hins vegar eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna áhyggjuefni, að sögn Salbjargar. Gert er ráð fyrir 550 - 700 sjálfsvígstilraunum á ári, sem koma til kasta heilbrigðisþjónustunnar, þar af eru tveir þriðju hlutar konur. Áhættuhópar Hvað varðar eldri aldurshópa þá eru miðaldra karlmenn í áhættuhópi, einkum ef þeir eru atvinnulausir og fráskildir. Að sögn Salbjargar er vaxandi hópur sem varla hefur í sig né á. Ungu fíklarnir eru einnig áhyggjuefni, því þeir geta svipt sig lífi í tilfinningakasti. Ungir samkynhneigðir geta átt erfitt. Það er átak fyrir þá að koma út úr skápnum og framhaldið fer svo eftir því hvernig samfélagið tekur á móti þeim. Þá er þeim sem lenda í heimilisofbeldi og þó einkum kynferðisofbeldi, hættara en öðrum á að gefast upp. Sjálfsvígin dreifast nokkuð jafnt á alla mánuði ársins. Þó sker maímánuður sig úr með heldur meiri tíðni. Krakkar sem óttast 10. bekkjar prófin geta í einstaka tilfellum dottið niður í ofsakvíða og fullorðnir sem eru báglega staddir eygja enga möguleika á að gera eitthvað fyrir sig og sína, eins og aðrir gera í sumarfríum. Sjálfsvíg hafa verið hlutfallslega fæst á Vestfjörðum í gegnum árin en ekki liggja fyrir tölur um hvar á landinu tíðni sjálfsvíga er mest
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira