Þögn sló yfir Lundúnir 14. júlí 2005 00:01 Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira