Tengsl milli hryðjuverka og Íraks 26. júlí 2005 00:01 Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“ Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira