Víðtækustu aðgerðir í sögu London 29. júlí 2005 00:01 Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira