Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt 22. ágúst 2005 00:01 Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira