Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt 22. ágúst 2005 00:01 Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira