Hörð átök milli lækna og stjórnar 7. september 2005 00:01 Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira