Einkarekinn spítali innan 5 ára 9. september 2005 00:01 Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira