Innlent

Enn óvissa um starfsemi nýrnadeildar

Landspítali-Háskólasjúkrahús við Hringbraut
Landspítali-Háskólasjúkrahús við Hringbraut MYND/Vísir

Enn ríkir óvissa um starfsemi nýrnadeildar Landspítala-Háskólasjúkrahús. Helmingur af hjúkrunarfræðingum deildarinnar hættir störfum á deildinni um árámótin að óbreyttu. Hjúkrunarforstjóri spítalans fundaði með hjúkrunarfræðingunum í dag.

Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítala-háskólasjúkrahús, fundaði hjúkrunarfræðingum nýrnadeildar spítalans. Anna sagði að málið yrði leyst en vildi þó ekkert segja um hvernig það yrði gert, nú væri beðið eftir hvað kæmi út úr fundinum. Lögð verði fram áætlun um það í næstu viku hvernig staðið verði að málum fari svo að hjúkrunarfræðingarnir hætti störfum.

Hjúkrunarfræðingar sætta sig ekki við nýtt vaktafyrirkomulag á blóðskilunardeild Landspítala Háskólasjúkrahús sem þýðir að vaktir þeirra verða styttri en miklu fleiri. Átta af sextán hjúkrunarfræðingum deildarinnar líta á ákvörðun um breytt vinnufyrirkomulag sem uppsögn á ráðningarsamningi og að óbreyttu munu þeir hætta um áramótin. Blóðskilun er lífsnauðsynleg mörgum nýrnasjúklingum og óttast þeir mjög þau áhrif sem það hefur ef hjúkrunarfræðingarnir láta af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×