Uppreist æru og tilgangur refsivistar 6. september 2006 06:00 Það var á björtum miðvikudagsmorgni sem undirritaður sat á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík. Annað augað fylgdi kennaranum, hitt hafði meiri áhuga á því nýjasta sem fréttavefir landsins höfðu að segja. Stórfrétt dagsins var án efa sú að handhafar forsetavalds, í fjarveru forseta Íslands, höfðu undirritað skjal þess efnis að veita Árna Johnsen fyrrverandi alþingismanni uppreist æru, að beiðni Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra. Uppreist æruOrðmyndin uppreist æru kann að hafa komið einhverjum spánskt fyrir sjónir, en finna má hugtakið í lögum um kosningar til Alþingis. Hefur uppreist sömu merkingu og uppreisn. Í kjölfar tíðindanna er því tilvalið tækifæri að fjalla nánar um það í stuttu máli hvað felst í því að hljóta uppreist æru.Það að hljóta uppreist æru felur í sér að fá aftur að njóta þeirra réttinda sem glötuðust í kjölfar þess að einstaklingur hefur setið af sér dóm. Nú reka eflaust margir upp stór augu og spyrja, hvort einstaklingur sé ekki búinn að greiða skuld sína við þjóðfélagið með afplánun dóms, og njóti því aftur fullra réttinda? Svo er ekki. Þetta má glögglega sjá í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að kjörgengi við kosningar til Alþingis njóti hver sá sem er íslenskur ríkisborgari og náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi. Síðast en ekki síst er svo tekið fram að krafa sé gerð um óflekkað mannorð.En hvað felst í því að hafa flekkað mannorð? Skilgreiningu hugtaksins "flekkað mannorð" má einnig finna í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að enginn teljist hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti, nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar. Tekið er þó fram að dómur valdi ekki flekkun mannorðs, nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða öryggisgæsla sé dæmd.Í almennum hegningarlögum má finna ákvæði er fjalla um lausn undan flekkuðu mannorði. Kemur þar skýrt fram að sé um fyrsta dóm að ræða og refsing fari ekki fram úr 1 árs fangelsi, fær viðkomandi að liðnum 5 árum frá því að refsingu var lokið, til baka öll þau réttindi sem fást með uppreist á æru, að uppfylltum vissum skilyrðum. Einnig má finna heimildarákvæði þess efnis er kveður á um það, að séu þegar liðin 2 ár af þeim 5 getur forseti veitt hinum dómfellda uppreist æru, hafi hann hegðað sér vel og falist eftir því.Árni JohnsenÁ grundvelli ofangreinds ákvæðis undirrituðu handhafar forsetavalds skjal þess efnis að veita skuli Árna Johnsen uppreist æru. Það er engum vafa undirorpið að alþingismaðurinn Árni Johnsen er umdeildur, enda ekki í fyrsta sinn sem hann er bitbein eða þrætuepli þjóðfélagsumræðunnar. Það er þó enginn vafi á því að fáir alþingismenn hafa unnið eins ötullega að málefnum Vestmannaeyinga. Í ljósi þess má færa rök fyrir því að hinn fyrrverandi alþingismaður eigi fullt erindi aftur inn á Alþingi Íslendinga. Mætti segja að Árni Johnsen sé það besta sem hent hefur eyjabúa síðan símastrengurinn var lagður til Vestmannaeyja árið 1911 frá Landeyjasandi. Hann vill raunar gera gott betur en það. Hann vill göng.Ætti það ekki að vera réttur þeirra sem búsettir eru í Suðurkjördæmi að ráða því hvaða fulltrúa þeir senda á Alþingi? Einnig má setja fram þá spurningu hvort tækt sé að gerðar séu strangari kröfur til kjörgengis við kosningar til Alþingis en gerðar eru til kjörgengis forseta Íslands, æðsta embættis ríkisins. Í 4. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er fjallað um kjörgengi til forseta. Kemur þar hvergi fram að gerðar séu kröfur um óflekkað mannorð.Tilgangur refsivistarSamkvæmt stefnu og markmiðum Fangelsismálastofnunar ríkisins kemur skýrt fram að tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra, þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Er því meginmarkmiðið: "Að afplánun fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt." Að mati höfundar eru fyrrgreind meginmarkmið af hinu góða, en þykir þarft að benda á að meginmarkmiðin hljóta einnig að vera þau, að afplánun skuli vera föngum til góða. Er það ástæða þess að talað er um "betrunarvist".Ætti afplánun að vera samspil skyldu og hvatningar. Fangi greiðir skuld sína gagnvart þjóðfélaginu og hvatning hans væri sú að gerast betri einstaklingur, skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu. Með það að leiðarljósi ætti tilgangi refsingar að stórum hluta að vera náð út frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. Hvaða hvatning felst í því að afplána refsingu, verði viðkomandi ekki skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu? Í ljósi þessa mætti spyrja hvort ekki sé bæði eðlilegt og sanngjarnt að einstaklingur sem tekið hefur út sína refsingu, ætti að eiga jafnan rétt og við hin, í hinu daglega lífi? Svari hver fyrir sig. Höfundur er nemandi Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það var á björtum miðvikudagsmorgni sem undirritaður sat á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík. Annað augað fylgdi kennaranum, hitt hafði meiri áhuga á því nýjasta sem fréttavefir landsins höfðu að segja. Stórfrétt dagsins var án efa sú að handhafar forsetavalds, í fjarveru forseta Íslands, höfðu undirritað skjal þess efnis að veita Árna Johnsen fyrrverandi alþingismanni uppreist æru, að beiðni Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra. Uppreist æruOrðmyndin uppreist æru kann að hafa komið einhverjum spánskt fyrir sjónir, en finna má hugtakið í lögum um kosningar til Alþingis. Hefur uppreist sömu merkingu og uppreisn. Í kjölfar tíðindanna er því tilvalið tækifæri að fjalla nánar um það í stuttu máli hvað felst í því að hljóta uppreist æru.Það að hljóta uppreist æru felur í sér að fá aftur að njóta þeirra réttinda sem glötuðust í kjölfar þess að einstaklingur hefur setið af sér dóm. Nú reka eflaust margir upp stór augu og spyrja, hvort einstaklingur sé ekki búinn að greiða skuld sína við þjóðfélagið með afplánun dóms, og njóti því aftur fullra réttinda? Svo er ekki. Þetta má glögglega sjá í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að kjörgengi við kosningar til Alþingis njóti hver sá sem er íslenskur ríkisborgari og náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi. Síðast en ekki síst er svo tekið fram að krafa sé gerð um óflekkað mannorð.En hvað felst í því að hafa flekkað mannorð? Skilgreiningu hugtaksins "flekkað mannorð" má einnig finna í lögum um kosningar til Alþingis. Kemur þar fram að enginn teljist hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti, nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar. Tekið er þó fram að dómur valdi ekki flekkun mannorðs, nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða öryggisgæsla sé dæmd.Í almennum hegningarlögum má finna ákvæði er fjalla um lausn undan flekkuðu mannorði. Kemur þar skýrt fram að sé um fyrsta dóm að ræða og refsing fari ekki fram úr 1 árs fangelsi, fær viðkomandi að liðnum 5 árum frá því að refsingu var lokið, til baka öll þau réttindi sem fást með uppreist á æru, að uppfylltum vissum skilyrðum. Einnig má finna heimildarákvæði þess efnis er kveður á um það, að séu þegar liðin 2 ár af þeim 5 getur forseti veitt hinum dómfellda uppreist æru, hafi hann hegðað sér vel og falist eftir því.Árni JohnsenÁ grundvelli ofangreinds ákvæðis undirrituðu handhafar forsetavalds skjal þess efnis að veita skuli Árna Johnsen uppreist æru. Það er engum vafa undirorpið að alþingismaðurinn Árni Johnsen er umdeildur, enda ekki í fyrsta sinn sem hann er bitbein eða þrætuepli þjóðfélagsumræðunnar. Það er þó enginn vafi á því að fáir alþingismenn hafa unnið eins ötullega að málefnum Vestmannaeyinga. Í ljósi þess má færa rök fyrir því að hinn fyrrverandi alþingismaður eigi fullt erindi aftur inn á Alþingi Íslendinga. Mætti segja að Árni Johnsen sé það besta sem hent hefur eyjabúa síðan símastrengurinn var lagður til Vestmannaeyja árið 1911 frá Landeyjasandi. Hann vill raunar gera gott betur en það. Hann vill göng.Ætti það ekki að vera réttur þeirra sem búsettir eru í Suðurkjördæmi að ráða því hvaða fulltrúa þeir senda á Alþingi? Einnig má setja fram þá spurningu hvort tækt sé að gerðar séu strangari kröfur til kjörgengis við kosningar til Alþingis en gerðar eru til kjörgengis forseta Íslands, æðsta embættis ríkisins. Í 4. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er fjallað um kjörgengi til forseta. Kemur þar hvergi fram að gerðar séu kröfur um óflekkað mannorð.Tilgangur refsivistarSamkvæmt stefnu og markmiðum Fangelsismálastofnunar ríkisins kemur skýrt fram að tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra, þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Er því meginmarkmiðið: "Að afplánun fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt." Að mati höfundar eru fyrrgreind meginmarkmið af hinu góða, en þykir þarft að benda á að meginmarkmiðin hljóta einnig að vera þau, að afplánun skuli vera föngum til góða. Er það ástæða þess að talað er um "betrunarvist".Ætti afplánun að vera samspil skyldu og hvatningar. Fangi greiðir skuld sína gagnvart þjóðfélaginu og hvatning hans væri sú að gerast betri einstaklingur, skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu. Með það að leiðarljósi ætti tilgangi refsingar að stórum hluta að vera náð út frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. Hvaða hvatning felst í því að afplána refsingu, verði viðkomandi ekki skuldlaus gagnvart þjóðfélaginu? Í ljósi þessa mætti spyrja hvort ekki sé bæði eðlilegt og sanngjarnt að einstaklingur sem tekið hefur út sína refsingu, ætti að eiga jafnan rétt og við hin, í hinu daglega lífi? Svari hver fyrir sig. Höfundur er nemandi Háskólans í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun