Þróunarfræði og frjálshyggja 10. september 2006 05:00 Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun