Enn deila íbúar Kanada um Quebec 24. nóvember 2006 05:30 Ákaft var klappað fyrir Stephen Harper forsætisráðherra þegar hann ræddi um Quebec á þingi. MYND/AP Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum. Erlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum.
Erlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira