Mikill missir vegna lítils penings 2. mars 2006 12:30 Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira