Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við 30. júní 2006 15:04 Ólafur Þórðarson hefur stýrt Skagamönnum síðan árið 1999 Mynd/Valli Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira