Íslenski boltinn

Tommy Nielsen framlengir við FH

Varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt við FH, en hann gegnir algjöru lykilhlutverki í vörn liðsins
Varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt við FH, en hann gegnir algjöru lykilhlutverki í vörn liðsins

Danski varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara FH til tveggja ára, en þetta staðfesti Pétur Stephensen framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH við NFS nú síðdegis.

Samkvæmt heimildum NFS eiga Íslandsmeistararnir von á enn frekari liðsstyrk í næstu viku, en Atli Jóhannsson, leikmaður ÍBV, er nú sterklega orðaður við Fimleikafélagið - sem og KR.

Pétur staðfesti einnig að Sverrir Garðarsson hefði gert nýjan þriggja ára samning við félagið, en orðrómur hafði verið á kreiki um að hann væri á leið úr Hafnarfirði.

Þá varð það ljóst eftir leik FH og KF Nörd í vikunni að það yrði síðasti leikur Baldurs Bett fyrir Íslandsmeistarana, en hann hefur verið þrálátlega orðaður við lið Fylkis í Árbænum. Hann hefur einnig verið orðaður við Reykjavíkurliðin KR og Val.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×