Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela 17. október 2006 17:33 Jorge Valero, vara-utanríkisráðherra Venesúela, greiðir landi sínu atkvæði á Allsherjarþingi SÞ í dag. MYND/AP Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða Allsherjarþingsins sem þarf til að hreppa hnossið. Sérfræðingar telja ólíklegt að Gvatemala eða Venesúela náið um 125 atkvæðum sem þarf og því þurfi ríki rómönsku Ameríku að finna annað ríki sem sátt náist um. Niðurstaðan í gær og í dag er túlkuð sem mikið áfall fyrir Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem hefur barist gegn stefnu Bandaríkjastjórnar og kallað Bush Bandaríkjaforseta djöfulinn. Talið er að sú framkoma hafi skaðað málstað landsins og dregið úr sigurlíkum. Bandarískir stjórnmálamenn sem áður studdu Chavez snerust jafnvel gegn honum vegna ræðu hanns á Allsherjarþinginu í síðasta mánuði þar sem hann líkti Bandaríkjaforseta við þann vonda. Ráðamenn í Gvatemala og Venesúela vilja ekki draga sig í hlé og ætla að berjast fyrir sætinu þar til yfir ljúki. Óvíst er hve langur tími mun líða þar til niðurstaða fæst í málið. Ekki er þó talið líklegt að það taki jafn langan tíma og árið 1979 þar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Ekki fekkst niðurstaða þá í 154 atkvæðagreiðslum. Þegar greitt voru atkvæði í 155. sinn tók Mexíkó þátt í slagnum og hafði sigur. Venesúela hefur setið fjórum sinnum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Gvatemala hefur aldrei haft fulltrúa þar þrátt fyrir að hafa lagt til fjölmarga hermenn í ýmis friðargæsluverkefni á vegum SÞ síðustu árin. Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða Allsherjarþingsins sem þarf til að hreppa hnossið. Sérfræðingar telja ólíklegt að Gvatemala eða Venesúela náið um 125 atkvæðum sem þarf og því þurfi ríki rómönsku Ameríku að finna annað ríki sem sátt náist um. Niðurstaðan í gær og í dag er túlkuð sem mikið áfall fyrir Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem hefur barist gegn stefnu Bandaríkjastjórnar og kallað Bush Bandaríkjaforseta djöfulinn. Talið er að sú framkoma hafi skaðað málstað landsins og dregið úr sigurlíkum. Bandarískir stjórnmálamenn sem áður studdu Chavez snerust jafnvel gegn honum vegna ræðu hanns á Allsherjarþinginu í síðasta mánuði þar sem hann líkti Bandaríkjaforseta við þann vonda. Ráðamenn í Gvatemala og Venesúela vilja ekki draga sig í hlé og ætla að berjast fyrir sætinu þar til yfir ljúki. Óvíst er hve langur tími mun líða þar til niðurstaða fæst í málið. Ekki er þó talið líklegt að það taki jafn langan tíma og árið 1979 þar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Ekki fekkst niðurstaða þá í 154 atkvæðagreiðslum. Þegar greitt voru atkvæði í 155. sinn tók Mexíkó þátt í slagnum og hafði sigur. Venesúela hefur setið fjórum sinnum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Gvatemala hefur aldrei haft fulltrúa þar þrátt fyrir að hafa lagt til fjölmarga hermenn í ýmis friðargæsluverkefni á vegum SÞ síðustu árin.
Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira