Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs 9. nóvember 2006 15:46 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Í tilkynningu frá Fitch Ratings segir meðal annars að staðfesting á núgildandi lánshæfismati ríkissjóðs með neikvæðum horfum endurspegli þá staðreynd að íslenska hagkerfið er enn mjög skuldsett og eigi eftir að takast á við nokkur af meginatriðunum sem dregin voru fram við síðasta mat fyrirtækisins á stöðu ríkissjóðs í febrúar. Paul Rawkins, sérfræðingur hjá matsfyrirtækin í London segir: „Fitch lítur jákvæðum augum á undangengna þróun í fjármálakerfinu sem miðað hefur að því að auka traust og trúverðugleika, en Fitch hefur áfram áhyggjur af þjóðhagslegu ójafnvægi og hvernig aðlögunin gæti orðið á endanum". Þá er bent á að íslenska hagkerfið sé í miðju þenslutímabili sem sé drifið áfram á framboðshliðinni með miklum fjárfestingum í ál- og orkuiðnaði. Til lengri tíma litið er búist við að stóriðjuframkvæmdirnar muni breikka útflutningsgrunn þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur og gera þar með erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins sjálfbærari. Til skamms tíma hafi stóriðjuframkvæmdirnar reynt töluvert á þjóðhagslegan stöðugleika, og breytingar á húsnæðismarkaði aukið enn á vandann ásamt hraðri útrás íslensku bankanna og fyrirtækja, sem hefur verið fjármögnuð með mikilli lántöku á erlendum mörkuðum til tiltölulega skamms tíma. Þá segir ennfremur að bankarnir hafi litið á lánshæfismatið í febrúar þegar horfum fyrir ríkissjóð var breytt úr stöðugum í neikvæðar sem viðvörunarmerki. Þeir hafi því endurskoðað útrásaráform sín og tryggt erlenda endurfjármögnun sína til lengri tíma en mörg lán þeirra falla á gjalddaga á næsta ári. Fitch segir ennfremur að Ísland þurfi að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar, eins og til dæmis Nýja Sjáland hefur gert en það er með álíka lánshæfismat. Lánshæfismat Fitch Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Í tilkynningu frá Fitch Ratings segir meðal annars að staðfesting á núgildandi lánshæfismati ríkissjóðs með neikvæðum horfum endurspegli þá staðreynd að íslenska hagkerfið er enn mjög skuldsett og eigi eftir að takast á við nokkur af meginatriðunum sem dregin voru fram við síðasta mat fyrirtækisins á stöðu ríkissjóðs í febrúar. Paul Rawkins, sérfræðingur hjá matsfyrirtækin í London segir: „Fitch lítur jákvæðum augum á undangengna þróun í fjármálakerfinu sem miðað hefur að því að auka traust og trúverðugleika, en Fitch hefur áfram áhyggjur af þjóðhagslegu ójafnvægi og hvernig aðlögunin gæti orðið á endanum". Þá er bent á að íslenska hagkerfið sé í miðju þenslutímabili sem sé drifið áfram á framboðshliðinni með miklum fjárfestingum í ál- og orkuiðnaði. Til lengri tíma litið er búist við að stóriðjuframkvæmdirnar muni breikka útflutningsgrunn þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur og gera þar með erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins sjálfbærari. Til skamms tíma hafi stóriðjuframkvæmdirnar reynt töluvert á þjóðhagslegan stöðugleika, og breytingar á húsnæðismarkaði aukið enn á vandann ásamt hraðri útrás íslensku bankanna og fyrirtækja, sem hefur verið fjármögnuð með mikilli lántöku á erlendum mörkuðum til tiltölulega skamms tíma. Þá segir ennfremur að bankarnir hafi litið á lánshæfismatið í febrúar þegar horfum fyrir ríkissjóð var breytt úr stöðugum í neikvæðar sem viðvörunarmerki. Þeir hafi því endurskoðað útrásaráform sín og tryggt erlenda endurfjármögnun sína til lengri tíma en mörg lán þeirra falla á gjalddaga á næsta ári. Fitch segir ennfremur að Ísland þurfi að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar, eins og til dæmis Nýja Sjáland hefur gert en það er með álíka lánshæfismat. Lánshæfismat Fitch
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira