Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. ágúst 2007 18:47 Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira