Leitin að Hörpunni heldur áfram Andri Ólafsson skrifar 17. september 2007 17:32 Deilur standa um hvort Jónas Garðarsson hafi selt skemmtibátinn Hörpuna áður en krafa var gerð í hann. Jónas Garðarsson er á leið í fangelsi. Hann mun afplána þriggja ára dóm fyrir að bera ábyrgð á dauða þeirra Friðriks Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur í sjóslysi í september 2005 þegar bátur hans Harpan steytti á skeri. Hér fyrir neðan er málið rakið frá nóttinni örlagaríku til dagsins í dag. Kukkan 03:11, aðfaranótt sunnudagsins 10 september 2005 komu fjórir lögreglumenn á gúmmíbáti að skemmtibátnum Hörpunni sem maraði þá í kafi á Viðeyjarsundi. Á kilinum sat kona og ungur drengur. Þau voru bæði köld og illa haldinn. Eigandi bátsins og skipstjóri, Jónas Garðarson, formaður Sjómannasambands Reykjavíkur hékk lærbrotinn í hliðinni, hálfur í kafi. Meira en klukkutíma áður hafði Harpan siglt á Skarfasker í Viðeyjarsundinu með þeim afleiðingum að tvennt fórst. Jónas, kona hans og sonur lifðu hins vegar af og var bjargað um borð í gúmbát lögreglunnar. Athygli vakti að meira en klukkutími leið frá því Harpan sigldi á Skarfasker og þangað til að björgunarmenn komu á vettvang. Aðalástæðan fyrir því var að fyrstu símtöl skipverjanna í neyðarlínuna voru afar ruglingsleg og fengu starfsmenn þar ekki skilið að skipverjar Hörpunnar þörfnuðust aðstoðar.Til marks um það var lögregla beðinn að hafa augun opin fyrir báti sem líklega hefði villst af leið út af einhverju fyllerísrugli. Reyndar skal það tekið fram að konan sem lést hringdi fyrsta símtalið. Hún var óölvuð og gaf þær upplýsingar að hún héldi að Harpan væri að sökkva og að Jónas væri við stýrið. Aðspurð hvar báturinn væri, svaraði konan því fyrst til að þau væru einhvers staðar á milli Sundahafnar og Reykjavíkurhafnar. Eiginkona Jónasar hringdi flest neyðarlínusímtölin en hún átti erfitt með andardrátt eftir högg sem hún fékk þegar Harpan sigldi á skerið. Þar af leiðandi átti hún erfitt með að gera sig skiljanlega. Starfsmaður neyðarlínunnar bað ítrekað um að fá að tala við skipstjórann en þegar eiginkona Jónasar rétti honum símann til að tala við starfsmanninn lagði hann ýmist á eða muldraði eitthvað sem starfsmaðurinn skildi ekki. Þetta leiddi til þess að starfsmenn Neyðarlínunnar höfðu til að byrja með ekki hugmynd um alvarleika málsins. Líklega var það ekki fyrr en í sjötta símtalinu til neyðarlínunnar, klukkan 02.10 að alvarleikinn varð ljós. Þá sagði eiginkona Jónasar þessi orð: "Það eru tvö dáinn, við erum þjú uppá." Frá því að Harpan sigldi á Skarfasker, og þar til henni hvolfdi nokkrum hundruð metrum frá, voru gerð tvö afdrifarík mistök. Hið fyrra þegar Hörpunni var siglt af skerinu sem hún hafði steytt á og henni siglt út á sundið. Kunnugir segja að Harpan hefði ekki farið á kaf hefði henni verði leyft að sitja á skerinu sem hún steytti á. Og fyrst henni var siglt þaðan hefði þá verið betra að sigla henni í þveröfuga átt. Upp í fjöru sem aðeins var tæpa 100 metra frá. Þaðan hefðu skipverjar að öllum líkindum komist klakklaust í land. Jónas Garðarsson var ölvaður þegar slysið varð og við skýrslutökur þann 11. og 13. september bar eiginkona hans að Jónas hafi verið skipstjóri ferðarinnar frá upphafi til enda. Jónas var því ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Því vakti það nokkra atygli þegar Jónas bar fyrir héraðsdómi að konan sem lést hafi verið við stýrið þegar Harpan steytti á Skarfaskeri, aðstandendum hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur til mikillar reiði. Ekki bætti úr skák þegar eiginkona Jónasar breytti framburði sínum og bar við minnisleysi þegar hún var spurð um málið í héraðsdómi. Jónas var samt sem áður dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða aðstandendum hinna látnu 10 milljónir í skaðabætur. Flestir héldu, og vonuðu, að málinu væri þar með lokið. En þegar aðstandendurnir hugðust sækja Hörpuna örlagaríku til að bjóða hana upp fyrir skaðabótunum var hún horfin. Þau hafa nú kært Jónas fyrir að koma bátnum undan á ólöglegan hátt. Og lokakaflinn í þessari sorgarsögu því ennþá opinn og óskrifaður. Dóminn yfir Jónasi má lesa hér Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Jónas Garðarsson er á leið í fangelsi. Hann mun afplána þriggja ára dóm fyrir að bera ábyrgð á dauða þeirra Friðriks Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur í sjóslysi í september 2005 þegar bátur hans Harpan steytti á skeri. Hér fyrir neðan er málið rakið frá nóttinni örlagaríku til dagsins í dag. Kukkan 03:11, aðfaranótt sunnudagsins 10 september 2005 komu fjórir lögreglumenn á gúmmíbáti að skemmtibátnum Hörpunni sem maraði þá í kafi á Viðeyjarsundi. Á kilinum sat kona og ungur drengur. Þau voru bæði köld og illa haldinn. Eigandi bátsins og skipstjóri, Jónas Garðarson, formaður Sjómannasambands Reykjavíkur hékk lærbrotinn í hliðinni, hálfur í kafi. Meira en klukkutíma áður hafði Harpan siglt á Skarfasker í Viðeyjarsundinu með þeim afleiðingum að tvennt fórst. Jónas, kona hans og sonur lifðu hins vegar af og var bjargað um borð í gúmbát lögreglunnar. Athygli vakti að meira en klukkutími leið frá því Harpan sigldi á Skarfasker og þangað til að björgunarmenn komu á vettvang. Aðalástæðan fyrir því var að fyrstu símtöl skipverjanna í neyðarlínuna voru afar ruglingsleg og fengu starfsmenn þar ekki skilið að skipverjar Hörpunnar þörfnuðust aðstoðar.Til marks um það var lögregla beðinn að hafa augun opin fyrir báti sem líklega hefði villst af leið út af einhverju fyllerísrugli. Reyndar skal það tekið fram að konan sem lést hringdi fyrsta símtalið. Hún var óölvuð og gaf þær upplýsingar að hún héldi að Harpan væri að sökkva og að Jónas væri við stýrið. Aðspurð hvar báturinn væri, svaraði konan því fyrst til að þau væru einhvers staðar á milli Sundahafnar og Reykjavíkurhafnar. Eiginkona Jónasar hringdi flest neyðarlínusímtölin en hún átti erfitt með andardrátt eftir högg sem hún fékk þegar Harpan sigldi á skerið. Þar af leiðandi átti hún erfitt með að gera sig skiljanlega. Starfsmaður neyðarlínunnar bað ítrekað um að fá að tala við skipstjórann en þegar eiginkona Jónasar rétti honum símann til að tala við starfsmanninn lagði hann ýmist á eða muldraði eitthvað sem starfsmaðurinn skildi ekki. Þetta leiddi til þess að starfsmenn Neyðarlínunnar höfðu til að byrja með ekki hugmynd um alvarleika málsins. Líklega var það ekki fyrr en í sjötta símtalinu til neyðarlínunnar, klukkan 02.10 að alvarleikinn varð ljós. Þá sagði eiginkona Jónasar þessi orð: "Það eru tvö dáinn, við erum þjú uppá." Frá því að Harpan sigldi á Skarfasker, og þar til henni hvolfdi nokkrum hundruð metrum frá, voru gerð tvö afdrifarík mistök. Hið fyrra þegar Hörpunni var siglt af skerinu sem hún hafði steytt á og henni siglt út á sundið. Kunnugir segja að Harpan hefði ekki farið á kaf hefði henni verði leyft að sitja á skerinu sem hún steytti á. Og fyrst henni var siglt þaðan hefði þá verið betra að sigla henni í þveröfuga átt. Upp í fjöru sem aðeins var tæpa 100 metra frá. Þaðan hefðu skipverjar að öllum líkindum komist klakklaust í land. Jónas Garðarsson var ölvaður þegar slysið varð og við skýrslutökur þann 11. og 13. september bar eiginkona hans að Jónas hafi verið skipstjóri ferðarinnar frá upphafi til enda. Jónas var því ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Því vakti það nokkra atygli þegar Jónas bar fyrir héraðsdómi að konan sem lést hafi verið við stýrið þegar Harpan steytti á Skarfaskeri, aðstandendum hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur til mikillar reiði. Ekki bætti úr skák þegar eiginkona Jónasar breytti framburði sínum og bar við minnisleysi þegar hún var spurð um málið í héraðsdómi. Jónas var samt sem áður dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða aðstandendum hinna látnu 10 milljónir í skaðabætur. Flestir héldu, og vonuðu, að málinu væri þar með lokið. En þegar aðstandendurnir hugðust sækja Hörpuna örlagaríku til að bjóða hana upp fyrir skaðabótunum var hún horfin. Þau hafa nú kært Jónas fyrir að koma bátnum undan á ólöglegan hátt. Og lokakaflinn í þessari sorgarsögu því ennþá opinn og óskrifaður. Dóminn yfir Jónasi má lesa hér
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira