Mikil aukning á grófum skattsvikum í Danmörku 16. janúar 2009 10:11 Mikil aukning hefur orðið á grófum skattsvikum, sem tilkynnt eru til lögreglunnar, í Danmörku á síðasta ári. Þannig voru tilkynningarnar orðnar rúmlega 100 fleiri á fyrstu þremur ársfjórðungum ársin en allt árið 2007. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að skattsvik upp á meira en 100.000 danskar kr. eða 2,2 milljónir kr., eru ætíð kærð til lögreglunnar. Þessi tilfelli voru 304 talsins á fyrstu þremur ársfjórðungum 2008. Skattsvikin eru einkum algeng meðal brotajárnsala, þeirra sem nota erlent vinnuafl í svartri vinnu, vínsmyglara og þeirra sem geyma fé sitt í skattaskjólum fyrir utan Danmörku. Þá kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá gagnabanka Danmerkur, Statistikbanken, var óvenjumikið um fjársvikamál í Danmörku á síðasta ári. Voru þau 4.669 talsins á fyrstu níu mánuðum ársins eða rúmlega 450 fleiri en á sama tíma árið áður. Peter Nörregard sérfræðingur hjá Skattinum í Danmörku segir að ástæðan fyrir þessi aukningu sé einfaldlega sú að það er auðveldara að stunda skattsvik og fjársvik þegar uppsveifla er í efnahagsmálum landsins en þegar kreppa ríkir. Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á grófum skattsvikum, sem tilkynnt eru til lögreglunnar, í Danmörku á síðasta ári. Þannig voru tilkynningarnar orðnar rúmlega 100 fleiri á fyrstu þremur ársfjórðungum ársin en allt árið 2007. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að skattsvik upp á meira en 100.000 danskar kr. eða 2,2 milljónir kr., eru ætíð kærð til lögreglunnar. Þessi tilfelli voru 304 talsins á fyrstu þremur ársfjórðungum 2008. Skattsvikin eru einkum algeng meðal brotajárnsala, þeirra sem nota erlent vinnuafl í svartri vinnu, vínsmyglara og þeirra sem geyma fé sitt í skattaskjólum fyrir utan Danmörku. Þá kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá gagnabanka Danmerkur, Statistikbanken, var óvenjumikið um fjársvikamál í Danmörku á síðasta ári. Voru þau 4.669 talsins á fyrstu níu mánuðum ársins eða rúmlega 450 fleiri en á sama tíma árið áður. Peter Nörregard sérfræðingur hjá Skattinum í Danmörku segir að ástæðan fyrir þessi aukningu sé einfaldlega sú að það er auðveldara að stunda skattsvik og fjársvik þegar uppsveifla er í efnahagsmálum landsins en þegar kreppa ríkir.
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira