Beint lýðræði – vænlegur kostur Jón Sigurðsson skrifar 5. mars 2009 00:01 Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun