Atvinnurekendur í Evrópu aðeins hóflega bjartsýnir 10. september 2009 11:59 Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta. Grein er frá þessu á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að búist er við að kreppan muni hafa neikvæð áhrif um langa hríð á fjárfestingu , atvinnustig og fjármál opinberra aðila og grípa þurfi til fjölþættra aðgerða svo atvinnulífið blómstri á ný. Búist er við að verðbólga á evrusvæðinu á næsta ári verði að meðaltali 1,3% m.v. 0,3% á árinu 2009. Þetta kemur fram í nýrri haustspá Evrópusamtaka atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) um efnahagshorfurnar framundan. Í spá BUSINESSEUROPE segir að samtökin óttist það mjög að núverandi kreppa muni takmarka mjög vaxtarmöguleika fyrirtækja á næstu árum. Því sé mikilvægt að ráðast í tiltekin umbótarverkefni svo skapa megi ný störf og tryggja velferð. Samtökin vara t.a.m. sterklega við aukinni verndarstefnu og því að stjórnmálamenn ætli sér að leysa flest vandamál með aukinni skattheimtu. Skynsamlegra sé að leita nýrra leiða innan opinbera geirans og nútímavæða rekstur hins opinbera. Evrópusamtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á að virkni fjármálamarkaða verði tryggð og aðgangur fyrirtækja að fjármagni auðveldaður en þrátt fyrir mjög lága stýrivexti í Evrópu hefur fyrirtækjum reynst mjög erfitt að nálgast lánsfé. Þá telja þau mikilvægt að jafnvægi náist í fjármálum opinberra aðila án þess að atvinnulífinu verð íþyngt um of. Jafnframt telja samtökin mikilvægt að liðka fyrir fjárfestingu í nýsköpun. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta. Grein er frá þessu á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að búist er við að kreppan muni hafa neikvæð áhrif um langa hríð á fjárfestingu , atvinnustig og fjármál opinberra aðila og grípa þurfi til fjölþættra aðgerða svo atvinnulífið blómstri á ný. Búist er við að verðbólga á evrusvæðinu á næsta ári verði að meðaltali 1,3% m.v. 0,3% á árinu 2009. Þetta kemur fram í nýrri haustspá Evrópusamtaka atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) um efnahagshorfurnar framundan. Í spá BUSINESSEUROPE segir að samtökin óttist það mjög að núverandi kreppa muni takmarka mjög vaxtarmöguleika fyrirtækja á næstu árum. Því sé mikilvægt að ráðast í tiltekin umbótarverkefni svo skapa megi ný störf og tryggja velferð. Samtökin vara t.a.m. sterklega við aukinni verndarstefnu og því að stjórnmálamenn ætli sér að leysa flest vandamál með aukinni skattheimtu. Skynsamlegra sé að leita nýrra leiða innan opinbera geirans og nútímavæða rekstur hins opinbera. Evrópusamtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á að virkni fjármálamarkaða verði tryggð og aðgangur fyrirtækja að fjármagni auðveldaður en þrátt fyrir mjög lága stýrivexti í Evrópu hefur fyrirtækjum reynst mjög erfitt að nálgast lánsfé. Þá telja þau mikilvægt að jafnvægi náist í fjármálum opinberra aðila án þess að atvinnulífinu verð íþyngt um of. Jafnframt telja samtökin mikilvægt að liðka fyrir fjárfestingu í nýsköpun.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira