Japan: Slökktu elda með vatni heimilislausra Andri Ólafsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira