Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans 13. mars 2011 12:13 Þýskar björgunarsveitarmenn og leitarhundar á alþjóðaflugvellinum í Tókýó í morgun. Mynd/AP Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Óttast er að tala látinna fari yfir 10 þúsund á í norðurhluta landsins sem varð hvað verst úti. Milljónir manna dvelja nú þar án drykkjarvatns og rafmagns en erlendu björgunarsveitirnar munu fara á svæðið sem fyrst. Japanskar björgunarsveitir hafa leitað að fólki á svæðinu og er talið að fólk geti enn verið á lífi í rústunum. Naoto Kan, forsætisráðherra landsins, hélt neyðarfund með björgunarliðum í morgun og sagði að nú væri þetta kapphlaup við tímann. Miklir eftirskjálftar hafa verið á svæðinu alla helgina. 9500 manns er saknað í bæ á norðuströndinni sem fór illa í skjálftanum en þar bjuggu um 17 þúsund manns. Ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn reið yfir. Þá hafa menn miklar áhyggjur af kjarnorkuveri í bænum Fukushima þar sem öflug sprenging varð í gærmorgun. Óttast er að önnur sprenging geti orðið í verinu en þar beita menn öllum ráðum við að kæla kjarnaofninn og hafa notað sjó til verksins. Kælikerfi kjarnorkuversins laskaðist í í skjálftanum og ríkir sannkallað neyðarástand á svæðinu en þegar hefur verið staðfest að nokkrir hafi orðið fyrir geislun. Óttast menn að enn fleiri gætu verið í þeim hópi. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Japan en hann hefur verið talinn vera 8,9 á Richterskala, yfirvöld í Japan hækkuðu þá tölu upp í níu í gærkvöldi. Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13. mars 2011 09:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Óttast er að tala látinna fari yfir 10 þúsund á í norðurhluta landsins sem varð hvað verst úti. Milljónir manna dvelja nú þar án drykkjarvatns og rafmagns en erlendu björgunarsveitirnar munu fara á svæðið sem fyrst. Japanskar björgunarsveitir hafa leitað að fólki á svæðinu og er talið að fólk geti enn verið á lífi í rústunum. Naoto Kan, forsætisráðherra landsins, hélt neyðarfund með björgunarliðum í morgun og sagði að nú væri þetta kapphlaup við tímann. Miklir eftirskjálftar hafa verið á svæðinu alla helgina. 9500 manns er saknað í bæ á norðuströndinni sem fór illa í skjálftanum en þar bjuggu um 17 þúsund manns. Ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn reið yfir. Þá hafa menn miklar áhyggjur af kjarnorkuveri í bænum Fukushima þar sem öflug sprenging varð í gærmorgun. Óttast er að önnur sprenging geti orðið í verinu en þar beita menn öllum ráðum við að kæla kjarnaofninn og hafa notað sjó til verksins. Kælikerfi kjarnorkuversins laskaðist í í skjálftanum og ríkir sannkallað neyðarástand á svæðinu en þegar hefur verið staðfest að nokkrir hafi orðið fyrir geislun. Óttast menn að enn fleiri gætu verið í þeim hópi. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Japan en hann hefur verið talinn vera 8,9 á Richterskala, yfirvöld í Japan hækkuðu þá tölu upp í níu í gærkvöldi.
Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13. mars 2011 09:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13. mars 2011 09:54