Osama bjó í víggirtu stórhýsi - allt rusl var brennt 2. maí 2011 10:03 Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina. Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina.
Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17
Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32
Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44
Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28