Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara 23. ágúst 2011 12:16 Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira