Heildstæð orkustefna Katrín Júlíusdóttir skrifar 7. nóvember 2011 07:00 Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar