Um lífeyri og langtíma viðmið Gylfi Arnbjörnsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun