Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2012 18:45 Pussy Riot í dómsal í dag mynd/afp Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv. Andóf Pussy Riot Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira