Hópur grænfriðunga gekk um borð í rússneskan olíuborpall við Grænland í morgun. Borpallurinn er á vegum olíufélagsins Cairn Energy en hann hefur leitað að olíu við vesturströnd Grænlands undanfarið.
Í síðustu viku tilkynnti fyrirtækið að olía hefði fundist á svæðinu.
Aðgerðarsinnarnir vonast til að borunum verði hætt tímabundið enda hafi þeir brotið öryggisreglur.
Þannig vilja grænfriðungar koma í veg fyrir að fyrirtækið klári tilraunaboranir áður en vetur gengur í garð.
Grænfriðungar ganga um borð í olíuborpall
