Þór en ekki Þóra Eva Björk Kaaber skrifar 25. júní 2012 06:00 Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun