„Ég varð að vernda Reevu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 16:52 Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði. Oscar Pistorius Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp. Það var þungt yfir spretthlauparanum þegar hann lýsti atburðum hinnar afdrifaríku nætur, en saksóknar gefa Pistorius það að sök að hafa skotið Steenkamp fjórum skotum í gegn um baðherbergishurð. "Ég er mjög meðvitaður um að fólk brýst inn til annars fólks í þeim tilgangi að fremja glæpi. Ég hef fengið morðhótanir í gegnum tíðina og sef því með níu millimetra skammbyssu undir rúminu." Þetta er brot úr vitnisburði Pistorius hjá dómaranum, en hann segist hafa farið á fætur til þess að loka rennihurð, en þá heyrt skarkala sem barst frá baðherberginu og því hefði hann talið að einhver hefði brotist inn til hans. "Ég var ekki með gervifæturna áfasta og fannst ég því afar berskjaldaður. Ég varð að vernda Reevu og sjálfa mig," hélt Pistorius áfram. "Ég kveikti ekki ljósið. Ég færði mig í átt að baðherberginu og öskraði í áttina að hurðinni. Ég stóð á stubbunum þegar ég skaut úr byssunni í gegn um baðherbergishurðina og æpti á Reevu og sagði heni að hringja á lögregluna."Aðstandendur Pistorius í dómssalnum."Hún dó í fanginu á mér" Þá segist Pistorius hafa farið aftur inn í svefnherbergi og að þá hafi honum dottið í hug sá möguleiki að það gæti hafa verið Steencamp sem væri inni á baðherberginu. "Þetta var hryllilegt. Ég sparkaði upp hurðinni og hringdi á hjálp. Ég bar hana niður stigann þar sem mér var sagt að bíða ekki eftir sjúkraliðum. Hún dó í fanginu á mér. Eftir á að hyggja, þá tel ég að Reeva hafi farið inn á baðherbergi á meðan ég lokaði rennihurðinni." Saksóknarar leggjast gegn því að Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjalds, en þeir telja að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði.
Oscar Pistorius Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira