Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp

Segja þeir Pistorius hafa fest á sig gervifæturna, gengið sjö metra í átt að baðherbergishurð, og skotið Steenkamp fjórum sinnum í gegnum hurðina.
Verjandi Pistorius segir hins vegar að skjólstæðingur sinn hafi ekki vitað af Steenkamp inni á baðherberginu þegar hann skaut.
Pistorius er enn hjá dómara og tekin verður ákvörðun í dag um það hvort hann verði látinn laus gegn tryggingu.
Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

Pistorius fyrir dómara í dag
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur aftur fyrir dómara í dag en þá verður tekin fyrir beiðni hans um að verða látinn laus úr haldi gegn tryggingu.

Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar
Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs.

Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius
Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld.

Sterar á heimili Pistorius
Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp.

Nike íhugar að hætta samstarfi við Pistorius
Nike íhugar nú að hætta samstarfi við suður-afríska spretthlauparann Oscar Pistorius en hann sætir nú ákæru fyrir að hafa skotið kærustu sína, fyrirsætuna, Reevu Steenkamp á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku.

Skot hljóp úr byssu hjá Pistorius á veitingastað
Oscar Pistorius, sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína síðastliðinn föstudag, var nærri því að slasa vin sinn með byssuskoti að því er Suður-Afrískir fjölmiðlar greina frá.

Blóðug krikketkylfa á heimili Pistoriusar
Lögreglan í Suður Afríku fann blóðuga krikketkylfu á heimili hlauparans Oscars Pistoriusar. Pistorius hefur verið í haldi lögreglu frá því á fimmtudag, grunaður um að hafa skotið 29 ára gamla unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana.