Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2013 12:58 Nordicphotos/Getty Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. AP-fréttastofan vísar í yfirlýsingu sem íþróttavörurisinn sendi frá sér í gær. Nike fetar í fótspor gleraugnaframleiðandans Oakley sem gerði hið sama á mánudag. Nike sagði upp samningi við hjólreiðakappann Lance Armstrong í október 2012 þar sem ljóst þótti að hann hefði gerst sekur um notkun ólöglegra lyfja. Aukinheldur mat fyrirtækið það svo að Armstrong hefði haldið lyfjanotkun sinni leyndri fyrir fyrirtækinu í áratug. Nike, sem er með höfuðstöðvar í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna, stóð þó þétt við hlið Tiger Woods er upp komst um framhjáhald hans árið 2009. Woods fór í meðferð við kynlífsfíkn sinni. Í yfirlýsingunni frá Nike segir að það muni fylgjast grannt með framvindunni í máli Pistorius. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. AP-fréttastofan vísar í yfirlýsingu sem íþróttavörurisinn sendi frá sér í gær. Nike fetar í fótspor gleraugnaframleiðandans Oakley sem gerði hið sama á mánudag. Nike sagði upp samningi við hjólreiðakappann Lance Armstrong í október 2012 þar sem ljóst þótti að hann hefði gerst sekur um notkun ólöglegra lyfja. Aukinheldur mat fyrirtækið það svo að Armstrong hefði haldið lyfjanotkun sinni leyndri fyrir fyrirtækinu í áratug. Nike, sem er með höfuðstöðvar í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna, stóð þó þétt við hlið Tiger Woods er upp komst um framhjáhald hans árið 2009. Woods fór í meðferð við kynlífsfíkn sinni. Í yfirlýsingunni frá Nike segir að það muni fylgjast grannt með framvindunni í máli Pistorius.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18
Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29
Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00