Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda Helga Arnardóttir skrifar 5. maí 2013 13:02 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Sjá meira