Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. mars 2014 19:05 Pistorius hélt fyrir eyrun í réttarsalnum í dag þegar verið var að taka skýrslu af einu vitnanna. vísir/afp Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kraup grátandi yfir líki Reevu Steenkamp þegar komið var að honum eftir að hann skaut hana til bana í fyrra. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir honum í dag, en þau hófust á mánudag. Pistorius er ákærður fyrir að myrða Steenkamp, fyrrverandi kærustu sína, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.Pistorius grét í réttarsalnum.vísir/afpJohan Stipp, læknir sem býr skammt frá húsi Pistoriusar, flýtti sér heim til hans eftir að hafa heyrt byssuskot og öskur. Fyrir rétti í dag sagði Stipp að spretthlauparinn hafi beðið til guðs um að „leyfa henni að lifa“ og sagt að „hún mætti ekki deyja“. Læknirinn segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. „Ég man að það fyrsta sem hann sagði við mig þegar ég kom var: „Ég skaut hana. Ég hélt hún væri innbrotsþjófur og ég skaut hana.“,“ sagði læknirinn en Steenkamp var ekki með lífsmarki þegar hann skoðaði hana skömmu síðar. Hann sagðist hafa séð agnir úr heila Steenkamp í blóði hennar en Pistorius hæfði hana í höfuðið. Þá hafi hún einnig verið með skotsár á læri og á upphandlegg. Læknirinn sagði Pistorius hafa verið hágrátandi og sagst lofa því að helga líf sitt guði ef hún lifði af. Réttarhöldin halda áfram á morgun og eru þau talin munu standa yfir í um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Fyrsti hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Annar hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Þriðji hluti Oscar Pistorius Tengdar fréttir Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. 22. mars 2013 10:52 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kraup grátandi yfir líki Reevu Steenkamp þegar komið var að honum eftir að hann skaut hana til bana í fyrra. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir honum í dag, en þau hófust á mánudag. Pistorius er ákærður fyrir að myrða Steenkamp, fyrrverandi kærustu sína, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.Pistorius grét í réttarsalnum.vísir/afpJohan Stipp, læknir sem býr skammt frá húsi Pistoriusar, flýtti sér heim til hans eftir að hafa heyrt byssuskot og öskur. Fyrir rétti í dag sagði Stipp að spretthlauparinn hafi beðið til guðs um að „leyfa henni að lifa“ og sagt að „hún mætti ekki deyja“. Læknirinn segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. „Ég man að það fyrsta sem hann sagði við mig þegar ég kom var: „Ég skaut hana. Ég hélt hún væri innbrotsþjófur og ég skaut hana.“,“ sagði læknirinn en Steenkamp var ekki með lífsmarki þegar hann skoðaði hana skömmu síðar. Hann sagðist hafa séð agnir úr heila Steenkamp í blóði hennar en Pistorius hæfði hana í höfuðið. Þá hafi hún einnig verið með skotsár á læri og á upphandlegg. Læknirinn sagði Pistorius hafa verið hágrátandi og sagst lofa því að helga líf sitt guði ef hún lifði af. Réttarhöldin halda áfram á morgun og eru þau talin munu standa yfir í um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Fyrsti hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Annar hluti Upptaka frá réttarhöldunum í dag: Þriðji hluti
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. 22. mars 2013 10:52 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51
Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið. 21. ágúst 2013 15:30
Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45
Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. 22. mars 2013 10:52
Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40
Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn. 30. janúar 2014 21:34
Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32
Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana. 21. febrúar 2014 14:04