Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistoriusi hafa verið framlengd þar til um miðjan maí.
Sækjendur og verjendur í málinu komist að samkomulagi um þetta en upphaflega var stefnt á að ljúka réttarhöldunum á þremur vikum.
Pistorius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, á heimili sínu í fyrra og segist hann hafa haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða. Hann er ákærður fyrir morð og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.
Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
