Minnsta áhorf á Masters mótið í 10 ár Arnar Ottesen skrifar 15. apríl 2014 10:08 Getty Images Áhorfið á Masters mótið sem lauk á sunnudaginn með sigri Bubba Watson fékk minnsta sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum í 10 ár. Meðaltals áhorf var 7,8% sem þýðir að 7,8% heimila í Bandaríkjunum horfðu á beina útsendingu frá mótinu. Í fyrra horfðu 10,2% heimila á spennandi mót sem endaði í bráðabana þar sem Adam Scott vann eftirminnilega. Árið 2004 þá var sjónvarpsáhorf á Masters mótið 7,3%. Þá var lokadagur mótsins páskadagur. En það skýrir samt ekki lítið áhorf það ár því lokadagur hefur líka verið á Masters árin 2007, 2009 og 2012. Það eru nokkrir þættir sem gætu skýrt þetta litla áhorf í ár. Tiger Woods var ekki með vegna meiðsla, hann hefur mikið að segja með áhorf á öll golfmót. Phil Mickelson náði ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga. Bubba Watson var með þægilega tveggja högga forystu þegar hann kom á seinni níu holurnar og það var engin sem veitti honum samkeppni á seinni níu. Mótið náði aldrei að verða eins spennandi og undanfarin ár. Mesta áhorf á lokadag Masters mótsins er 15,8% áhorf árið 1997. Það met kom þegar Tiger vann eftirminnilegan sigur með 12 högga mun. Tiger var 18 höggum undir pari á meðan næsti kylfingur Tom Kite var á 6 höggum undir pari. Það er mesti munur á Masters mótinu frá upphafi. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Áhorfið á Masters mótið sem lauk á sunnudaginn með sigri Bubba Watson fékk minnsta sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum í 10 ár. Meðaltals áhorf var 7,8% sem þýðir að 7,8% heimila í Bandaríkjunum horfðu á beina útsendingu frá mótinu. Í fyrra horfðu 10,2% heimila á spennandi mót sem endaði í bráðabana þar sem Adam Scott vann eftirminnilega. Árið 2004 þá var sjónvarpsáhorf á Masters mótið 7,3%. Þá var lokadagur mótsins páskadagur. En það skýrir samt ekki lítið áhorf það ár því lokadagur hefur líka verið á Masters árin 2007, 2009 og 2012. Það eru nokkrir þættir sem gætu skýrt þetta litla áhorf í ár. Tiger Woods var ekki með vegna meiðsla, hann hefur mikið að segja með áhorf á öll golfmót. Phil Mickelson náði ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga. Bubba Watson var með þægilega tveggja högga forystu þegar hann kom á seinni níu holurnar og það var engin sem veitti honum samkeppni á seinni níu. Mótið náði aldrei að verða eins spennandi og undanfarin ár. Mesta áhorf á lokadag Masters mótsins er 15,8% áhorf árið 1997. Það met kom þegar Tiger vann eftirminnilegan sigur með 12 högga mun. Tiger var 18 höggum undir pari á meðan næsti kylfingur Tom Kite var á 6 höggum undir pari. Það er mesti munur á Masters mótinu frá upphafi.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira