Erlent

Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak

Bjarki Ármannsson skrifar
Núrí al Maliki á fundi með John Kerry í vikunni.
Núrí al Maliki á fundi með John Kerry í vikunni. Nordicphotos/AFP
Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, hafnar kröfum um myndun nýrrar stjórnar þar sem hagsmunum allra þjóðernishópa yrði gert jafnhátt undir höfði. Bandaríkjamenn hafa hvatt til myndunar slíkrar stjórnar til að vinna bug á herskáu íslamistasamtökunum Isis en al Maliki segir að myndun slíkrar stjórnar bryti í bága við stjórnarskrá landsins.

Liðsmenn Isis hafa lagt undir mikið landsvæði í norður- og vesturhluta landsins og stjórnvöldum gengur lítið að endurheimta það. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Írak fyrr í vikunni og talaði þar fyrir myndun nýrrar stjórnar. Hann sagði í viðtali við fréttastofu BBC í gær að „sameinað Írak væri sterkara Írak.“

Óvæntur árangur liðsmanna Isis, sem eru úr röðum súnní-múslima, hefur verið skrifaður meðal annars á reikning stjórnarhátta al Malikis, sem gagnrýndur hefur verið fyrir að draga taum sjía-múslima umfram annarra.


Tengdar fréttir

Þrýst á al Maliki forsætisráðherra

Andlegur leiðtogi sjía-múslima í Írak gagnrýnir forsætisráðherra landsins og vill að mynduð verði betri stjórn sem tekur hagsmuni annarra en sjía með í reikninginn.

Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram

Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenningur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu.

Krefst ekki afsagnar al Malikis forseta

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin til að senda allt að 300 manns til Íraks til að gefa íraska hernum ráð í baráttunni við herskáa íslamista.

Almenningur forðar sér frá Mosul

Næst stærsta borg Íraks er í höndum herskárra íslamista, sem hrakið hafa stjórnarherinn og lögreglu burt úr borginni.

Íslamistar ná völdum í Mosul

Vígamenn Íslamista hafa náð stjórninni á næst stærstu borg Íraks, Mosul. Árásir hafa verið geðrar á borgina síðustu daga og lokaatlagan var gerð í nótt sem hundruð manna tóku þátt í og voru þeir vel vopnum búnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×