Þegar þekkingarleysið réði ríkjum Gauti Skúlason skrifar 1. júlí 2014 16:54 Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kveikjan að þessum pistli var sigur klæðskiptingsins Thomas Neuwirth í gervi Conchita Wurst í Eurovison í byrujun maí. Undirritaður telur sig þó ekki vera mikinn áhugamann um Eurovision og finnst sú tónlist sem þar er spiluð yfirleitt svo leiðinleg að hann myndi ekki einu sinni nenna að hlusta á hana í eigin jarðarför. Samt sem áður er undirritaður aðdáandi hugrekkis – hugrekkis sem felst í því að mannsekja leyfir sér að vera hún sjálf fyrir framan 180 milljónir manna. Það gerði Thomas svo sannarlega og á þann hátt að það bar virkilega af.HræðslanVið erum stöðugt að spá í það hvernig við eigum að vera frekar en hvernig við viljum vera. Ástæðan er sú að við erum hrædd um að vera dæmd af dómstólum samfélagsins sem fyrirbrigði vegna þess að við pössum ekki inn í hið félagslega skapaða „norm“. Ósjaldan fylgir okkur sú tilfinning að geta ekki stigið út fyrir viss mörk í gjörðum, útliti, hugsunarhætti eða lifnaðarháttum sökum þess að það er ekki viðurkennt sem hluti af eðlilegri hegðun.Samfestingurinn og grímanVið setjum ekki aðeins á okkur grímu sem hylur tilfinningar okkar, heldur klæðum við okkur einnig í samfesting samfélagsins og erum eins og við ,,eigum“ að vera. Þessi raun endurtekur sig heilu kynslóðirnar og þykir fullkomnlega eðlileg. En er það virkilega svo að við lifum í heimi þar sem ekki er hægt að koma sér þægilega fyrir í eigin líkama án þess að vera dæmd/ur fyrir það?SvariðÁn efa hræðir það undirritaðan að svarið við ofangreindri spurningu sé líklegast já. Þó hefur umræðan um hið félagslega skapaða norm orðið háværari á seinustu misserum. Vitundarvakning hefur orðið og smá saman áttum við okkur á því að við sjálf smíðum kassann sem rúmar það sem talið er eðlilegt. Ímyndun okkar er sú að fyrir utan þennan kassa sé hræðilegur heimur þess óeðlilega og óleyfilega. Heimurinn fyrir utan kassannFyrir utan kassann er það ekki hræðilegra en svo að þar býr hugrakkt fólk sem lýgur ekki að sjálfu sér, er eins og það vill vera og hefur komið sér þægileg fyrir í eigin líkama. Þar hefur verið kveikt í öllum grímum og samfestingum og fólk lætur sér fátt um finnast ef þú ert nákvæmlega eins og þú vilt vera (fyrir það færðu meira að segja stundum hrós). Þar hefur hið félagslega skapaða norm verið sett upp sem leiksýning, sýningin ber heitið „Þegar þekkingarleysið réði ríkjum“. Eitt sinn lék undirritaður hlutverk í sýningunni en ekki lengur, hann sagði upp - hvað með þig?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar