Deilan hættuleg heimsfriði Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 12:06 Eiríkur Bergmann segir atburðinn í Austur-Úkraínu setja mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa síðustu missera. Vísir/AFP Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“ MH17 Úkraína Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“
MH17 Úkraína Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira