Þjóðarsorg í Hollandi Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 10:42 173 af 298 farþegum MH17-vélarinnar voru Hollendingar. Vísir/AFP Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu. MH17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Hollandi eftir að 173 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17-vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag í gær. Forsætisráðherra Hollands fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í dag vegna atviksins sem hann kallaði mestu hörmungar í sögu hollenskrar flugsögu. Gerðar hafa verið breytingar á sjónvarpsútsendingum vegna atburðarins og umfang viðburða til að marka lok Nijmegen-göngunnar hefur verið minnkað í virðingarskyni. Þessi alþjóðlega ganga stendur yfir í fjóra daga, er rúmlega 200 kílómetra löng og er gengið um fimmtíu kílómetra daglega. Þátttakendur eru um 40 þúsund og gangan því sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Þá hefur árlegri sumarljósmyndatöku konungsfjölskyldunnar verið aflýst. Vél flugfélagsins var á leið frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Kuala Lumpur í Malasíu en var skotin niður þegar henni var flogið yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar kljást við úkraínska stjórnarherinn. Mark Rutte forsætisráðherra sagði þetta vera „svartan dag“ í sögu Hollands. „Allir Hollendingar syrgja. Þessi fallegi sumardagur lýkur á versta mögulega hátt,“ sagði Rutte þegar hann ræddi við fréttamenn á Schiphol síðdegis í gær. Á fréttavef Reuters segir að fleiri hundruð manna hafi skilið eftir blómvendi fyrir utan hollenska sendiráðið í Kíev, höfuðborg Úkraínu.
MH17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira